Glæsilegur árangur hjá Ólafíu Ósk

Sund - Ólafía Ósk Svanbergsdóttir
Sund - Ólafía Ósk Svanbergsdóttir

Selfyssingurinn Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sem æfir sund með Selfoss og Suðra, tók þátt í Malmö Open 2018 dagana 9.-11. febrúar sl. og keppti hún þar í flokki S10/SB9 þ.e. flokki hreyfihamlaðra.

Í þeim átta sundum sem hún keppti í vann hún gull í sex greinum þ.e. 25, 50 og 100 metra skriðsundi, 50 metra bringusundi og 25 metra flug- og baksundi og silfur í tveimur greinum þ.e. 25 metra bringusundi og 50 metra baksundi. Sætasti sigurinn var þó að bæta tímann sinn í öllum greinunum.

Malmö Open er stórt alþjóðlegt íþróttamót fatlaðra þar sem keppendur koma víðs vegar að og var þáttaka íslenskra keppenda góð og stóðu þau sig öll með prýði en Ólafía Ósk var eini keppandinn frá Selfossi að þessu sinni.

---

Ólafía Ósk með fjögur af þeim átta verðlaunum sem hún vann á mótinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Villa Sigga