Bikarmót TKÍ 2015
Þrenn gullverðlaun, tvenn silfuverðlaun og ein bronsverðlaun!
Sunnudaginn 15. febrúar var Bikarmót II haldið að Varmá í Mosfellsbæ og sendi taekwondodeild Selfoss sex keppendur á mótið , sem allir unnu til verðlauna.
Kristín Björg Hrólfsdóttir keppti í flokki A senior -67 kg vann báða bardagana sína á 12 stiga reglunni eða 13-1 og vann til gullverðlauna.
Gunnar Snorri Svanþórsson keppti í flokki A junior -55 kg / cadett -57 kg en hann er í cadett flokki. Gunnar hreppti gullverðlaun og vann sinn bardaga 21-5.
Bræðurnir Ísak og Sölvi Snær Jökulssynir kepptu í C senior +80 flokki. Fyrri bardagann vann Ísak 16-2 og Sölvi vann bardagann sinn 24-5. Þeir kepptu svo til úrslita þar sem Ísak hafði betur en þess ber að geta að Sölvi var að keppa langt uppfyrir sig í þyngdarflokki þar sem hann er alla jafna í -68 kg flokki. Sem sagt Ísak vann til gullverðaluna en Sölvi hreppti silfuverðlaun.
Halldór Gunnar Þorsteinsson vann til silfurverðlauna í B flokki junior -55 kg/cadett -57 kg, en Halldór er í cadett flokki.
Þorvaldur Óskar Gunnarsson í A senior +80 kg flokki þar sem hann tókst á við svartbeltinga.
Stjónin þakkar öllum þátttakendum fyrir drengilega keppni og frábæran árangur!
pj
---
F.v. Daníel Jens yfirþjálfari, Halldór Gunnar, Kristín Björg, Þorvaldur Óskar, Ísak, Sölvi Snær og Dagný María þjálfari. Á myndina vantar Gunnar Snorra.
Ljósmynd: Umf. Selfoss