Góður sigur á Fylki

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfoss kíkti í Árbæinn í kvöld og lék við heimamenn í Fylki í 1.deildinni. Leikurinn byrjaði afskaplega rólega þó var Fylkir með frumkvæðið fyrstu mínúturnar. Þannig komust þeir í 3-2 eftir 10 mínútur. Selfoss var lengi í gang og lítið skorað þessar fyrstu mínútur. Liðin voru jöfn eftir 15 mínútur 4-4. Leikurinn hélst áfram í járnum næstu 5 mínúturnar og staðan 6-6. Þá loks spýtti Selfoss í lófana og skildi Fylki eftir, sem skoruðu ekki mark síðustu 10 mínúturnar. Selfoss fór því með öruggt forskot í hálfleikinn 6-14. Forskotið hefði líklega orðið meira ef Selfoss hefði byrjað leikinn af krafti.

Síðari hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta. Aftur byrjaði Selfoss hálfleikinn illa og byrjaði Fylkir að minka munin. Fyrst í 9-16 eftir 35 mínútur. Svo aftur 11-16 eftir 40 mínútur. Selfoss vörnin slakaði full mikið á í síðari hálfleik og 6-0 vörnin ekki að virkja jafnvel og 5-1 vörnin í fyrri háfleik. Þannig hélt Fylkir ágætu lífi í leiknum og staðan 13-19 þegar korter var til leiksloka. 6 marka munurinn hélst næstu mínútur og staðan 16-22. Þá loks tók Selfoss aðeins við sér og kláraði síðari hálfleikinn af sæmd. Þannig unnu þeir síðustu 10 mínúturnar 2-6. Þar með var öruggur 10 marka sigur staðreynd 18-28.

Eftir á var þetta bara öruggur skyldusigur og 2 stig í hús. Loksins spilaði Selfoss alvöru grimma vörn og braut mörg fríköst eða yfir 50 í leiknum. Sóknin heldur samt áfram að vera stirð og sækja menn fullmikið inn á miðju. Helgi stóð sig vel á bakvið góða vörn lengst af í leiknum og átti 4 stoðsendingar. Gaman var að sjá Matthías stíga upp, þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Gott dæmi um slakan sóknarleik er að liðið tapaði heilum 16 boltum í leiknum. Núna eru hinsvegar bara 2 stórleikir eftir í deild Grótta og Stjarnan.

Næsti leikur liðsins er stórleikur gegn Gróttu, svokallaður 4 stiga leikur. En liðið eru bæði að berjast um 4 sætið og síðasta sætið í umspilinu. Heimasíðan hvetur því Selfyssinga til að fjölmenna og styðja liðið til sigurs.

Áfram Selfoss!!

Tölfræði:

Einar Pétur 6/6, 4 tapaðir boltr og 3 brotin fríköst

Matthías Örn 5/9, 3 stoðsendingar, 2 stolnir boltar, 2 fráköst og 17 brotin fríköst

Einar S 4/5, 2 stoðsendingar, 2 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst

Sigurður Már 3/5 og 4 brotin fríköst

Hörður M 3/9, 2 stoðsendingar , 2 stolnir boltar og 13 brotin fríköst

Gunnar Ingi  3/4, 1 stoðsending og 3 brotin fríköst

Andri Már  2/3 og 1 tapaður boltir

Örn Þ 2/2 og 2 brotin fríköst

Gústaf L 1/1, 2 og 2 tapaðir boltar

Hörður Gunnar  0/1 og 1 frákast

Ómar Vignir  0/1, 1 frákast og 12 brotin fríköst

Sverrir P 1 brotið fríkast

Markvarsla:

Helgi 16/1 varið og 17 á sig(5o%) og 4 stoðsendingar og 2 tapaðir boltar

Hemmi 2 varin og 1 á sig(66%) og 1 stoðssending