Sverrir P_sport.is
Meistaraflokkur karla í handbolta gerði góða ferð á Seltjarnarnesið í kvöld þegar þeir höfðu betur í 20-23 sigri. Fyrri hálfleikurinn var bras en Selfoss átti frekar slaka byrjun og lenti 6-1 undir. Þá fóru okkar menn í gang og minnkuðu muninn í 6-5 en náðu þó aldrei að komast yfir í hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Gróttu.
Eitthvað hefur Gunnar þjálfari farið yfir stöðuna í hálfleik því Selfyssingar byrjuðu vel eftir hlé og náðu fljótlega að jafna í stöðunni 14-14 og voru komnir yfir 14-15 þegar ca 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Vörn Selfoss var góð og Basti átti fínan leik í markinu. Sverrir Andrésson kom í markið þegar líða tók á leikinn og varði m.a víti undir lokin en þá var eins og allur vindur væri úr Gróttu og lokatölur urðu 20-23 fyrir Selfoss sem vann seinni hálfleikinn með sex mörkum og tvö gríðarlega mikilvæg stig í hús.
Markahæstir í liði Selfoss voru Atli Kristinsson með fimm mörk og Sverrir Pálsson með fjögur mörk.
Nú þurfa strákarnir að einbeita sér að næsta verkefni en það er leikur á mót ÍR í átta liða úrslitum í Coca Cola bikarnum. Sá leikur fer fram á Selfossi, mánudaginn 10. febrúar klukkan átta. Sannkallaður stórleikur og fólk hvatt til að mæta í húsið og hvetja strákana til sigurs. Um að gera að mæta snemma og gæða sér á glóðheitum borgara fyrir leik!
Á mynd: Sverrir Pálsson /Mynd tekin af: Sport.is