Grátlegt tap staðreynd

Olísdeildin
Olísdeildin

Meistaraflokkur kvenna náði ekki að halda út og landa sigri á móti Aftureldinu. Grátlegt tap staðreynd og fyrstu stig Mosfellinga komin í hús. Selfoss komst mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, átti fínan leik og leiddi í hálfleik með einu marki, 14-15. Markmaður Aftureldingar hélt sínu liði á floti og átti góðan leik í markinu og lentu Selfoss stelpur undir á tímabili í seinni hálfleik. Undir lok leiksins var staðan jöfn 25-25 en stress virtist hrjá bæði lið sem gerðu mikið af mistökum í kjölfarið. Þegar leikurinn var u.þ.b að renna út fengu Selfyssingar tækifæri til að komast yfir og klára leikinn í stöðunni 27-27 en létu verja frá sér í dauðafæri. Í staðin fyrir að klára leikinn þarna náði Afturelding boltanum og skoraði mark númer 28. Leiktíminn rann út og lokatölur 28-27 fyrir Aftureldingu.

Markahæstar í liði Selfoss voru Carmen og Kara Rún með fimm mörk hvor. Hrafnhildur Hanna og Þuríður skoruðu báðar fjögur mörk, Hildur Öder, Thelma Sif og Tinna Soffía skoruðu allar þrjú mörk.

Um næstu helgi spila bæði mfl. kvenna og karla á móti Gróttu og fara báðir leikirnir fram í Herts höllinnni á Seltjarnarnesi. Strákarnir eiga leik á föstudagskvöldinu kl. 20 en stelpurnar á laugardaginn kl. 16.