Gunnar Borgþórs þjálfar mfl. kvenna

Á fimmtudaginn var gengið frá ráðningu Gunnars Rafns Borgþórssonar sem þjálfara meistarflokks kvenna í knattspyrnu. Gunnar hefur þjálfað Val síðustu tvö ár og gerði liðið m.a. að bikarmeisturum 2011. Gunnar er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en hefur búið á Selfossi frá 2005. Hann lék m.a. með liðum Aftureldingar og Selfoss áður enn hann sneri sér alfarið að þjálfun. Þá hefur hann einnig þjálfað yngri flokka Selfoss og mun koma að því samhliða þjálfun meistarflokks. Gunnar hefur undanfarin ár verið aðalþjálfari í Knattspyrnuakademíunni á Selfossi.

Gunnar tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna af Birni Kristni Björnssyni, en Björn Kristinn hefur unnið mjög gott starf með Selfossliðið undanfarin tvö ár. Hann kom liðinu upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins og náði að halda liðinu þar fyrsta árið. Er honum þökkuð góð störf fyrir félagið.

-ög