Selfoss got talent 2015
Skemmtikvöldið Selfoss got talent var haldið í fyrsta skipti laugardaginn 10. janúar í umsjón meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.
Meira en 300 manns mættu á skemmtistaðinn Frón til að njóta sjö stórkostlegra atriða frá flestum meistaraflokkum íþróttafélaganna á Selfossi.
Tvo atriði þóttu bera ef en það voru atriði Knattspyrnufélags Árborgar og meistaraflokks karla í handbolta hjá Selfoss. Það var afar mjótt á mununum og þar sem dómarar gátu ekki komist að niðurstöðu var dregið um sigurvegara. Þar reyndust Árborgarpiltarnir hlutskarpari og eru sigurvegarar Selfoss got talent 2015.
Þetta var afar skemmtilegur viðburður hjá stelpunum í meistaraflokki og stuðlar að samvinnu og samkend milli deilda Umf. Selfoss og annarra íþróttafélaga á Selfossi. Þetta eflir og bætir liðsandann hjá öllum sem tóku þátt og er vonandi komið til með að verða hefð hjá félaginu.
Nú geta menn farið að undirbúa atriði fyrir næsta ár þegar hæfileikakeppnin Selfoss got talent fer fram.