Halla María og Teitur Örn með gullverðlaun

29614_4447547265275_475393622_n
29614_4447547265275_475393622_n

Laugardaginn 16. nóvember s.l. fóru fram Silfurleikar ÍR, eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins. En þar etja kappi börn og unglingar á öllu landinu, 17 ára og yngri.  Metþátttaka var að þessu sinni eða 730 keppendur frá 29 félögum. Frjálsíþróttadeild Selfoss átti fjölmennan hóp keppenda, eða 49, sem stóð sig mjög vel.

Fimm keppendur voru frá Selfoss í 14 ára og eldri hópnum og unnu þeir til tveggja gullverðlauna og þriggja bronsverðlauna auk þess sem fjölmargar persónulega bætingar litu dagsins ljós. Teitur Örn Einarsson sigraði kúluvarp 15ára pilta með yfirburðum er hann kastaði 14,56m sem er lengsta kast ársins innanhúss í þessum flokki og tók hann ómakið af Sveinbirni Jóhannessyni félaga sínum úr Laugdælum. Halla María Magnúsdóttir tók gull í kúluvarpi 14 ára stúlkna með kasti upp á 11,65m og bætti sig um 54 cm. innhanhúss. Harpa Svansdóttir varð svo í þriðja sæti, tveim cm. á eftir silfursætinu með 9,97m.  Þær stöllur kepptu í fleiri  greinum. Halla hreppti bronsverðlaun í 60m hlaupi 14 ára stúlkna á 8,39 sek. og bætti sig innanhúss úr 8,49 sek. Harpa Svansdóttir bætti sig einnig er hún hljóp á 8,77 en átti áður 8,89 sek. Í þrístökki í sama flokki vann Harpa bronsverðlaun með stökki upp á 9,96m sem er stutt frá hennar besta árangri innanhúss. Harpa keppti einnig í 60m grindahlaupi og  200m hlaupi þar sem hún var við sitt besta.

                Í flokki 15 ára stúlkna hljóp Viktoría Bergmann Halldórsdóttir 60m hlaup á 9,23 sek. Í 16-17 ára flokki stúlkna keppt í Halldóra Öfjörð Eiríksdóttir í 60m hlaupi á fínum tíma 8,85 sek. og í 200m hlaupi þar sem hún rann skeiðið á 30,84 sek. 

Þetta er fyrsta mót vetrarins og frábært að sjá keppendur Selfoss koma vel út úr því móti. Nú eru stífar æfingar framundan enda  stutt í innanhússkeppnistímabilið sem stendur yfir frá janúar til byrjun mars.