Laugardaginn 5. október fengum við Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur til okkar með handstöðunámskeið.
Kristín þjálfaði áður hjá deildinni og hefur meðal annars þjálfað hjá Primal í Reykjavík.
Allir þjálfarar deildarinnar fóru á námskeiðið, auk iðkenda í meistaraflokki og 1. flokki.
Námskeiðið heppnaðist virkilega vel, Kristín Hrefna kenndi okkur mikið af grunnæfingum og áherslum sem hjálpa okkur að kenna handstöður á skilvirkari hátt. Handstöður eru ein mikilvægasta æfing fimleika og því erum við afar þakklát fyrir að hafa fengið hana til okkar að ausa úr sínum viskubrunni.