3
Hádramatískum leik Selfossstúlkna gegn Fylki í Olísdeildinni sem fram fór í íþróttahúsi Vallaskóla i kvöld lauk með 27-26 sigri Selfoss.
Fylkisstúlkur komu mjög ákveðnar til leiks á meðan Selfossliðið var ekki að finna allveg taktinn svokallaða, Fylkir með eilítið frumkvæði en Selfoss náði að jafna leikinn 7-7 og síðan 11-11 en Fylkir skreið framúr og var yfir 12-15 í hálfleik.
Fylkisstelpur voru með 16-20 forystu þegar 20 mín voru eftir af leiknum, þá náðu Selfyssingar að spýta í lófa og með miklu harðfylgi og fyrir frábært einstaklingsframtak Hrafnhildar Hönnu og mikilvægar markvörslur að jafna leikinn í 21-21.
Selfoss náði síðan 25-22 forskoti og náðu að halda út leikinn þrátt fyrir góða baráttu Fylkis.
Hrafnhildur Hanna var stórkostleg í þessum leik og skoraði 18 mörk, já 18 kvikyndi takk fyrir.
Gríðarlega mikilvægur sigur hjá liðinu og hafa þær nú unnið alla fjóra leiki sína á Íslandsmótinu.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna 18
Adina 4
Perla 2
Elena 2
Carmen 1
Markvarsla:
Áslaug Ýr 32%, þar af 2 víti varinn
MM