Haukur Þrastarson valinn í A-landslið karla

Haukur Þrastarson
Haukur Þrastarson

Haukur Þrastarson hefur verið valinn í A-landslið karla fyrir Gulldeildina sem haldin er í Noregi 5. - 8. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem Haukur er valinn í A-landslið karla en hann hefur verið mikilvægur í yngri landsliðum karla síðustu ár. 

Í hópnum er einnig að finna Selfyssinganna Ragnar Jóhannsson og Ómar Inga Magnússon. Hópinn í heild sinni má sjá hér, með fjölda landsleikja hvers og eins í sviga:

Markmenn
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar (201)
Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV (77)
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram (1)

Vinstri hornamenn
Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged (56)
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín (42)

Hægri hornamenn
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer (84)
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV (6)

Leikstjórnendur
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Westwien (34)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH (3)
Haukur Þrastarson, Selfoss (0)

Vinstri skyttur
Aron Pálmarsson, Barcelona (118)
Ólafur Guðmundsson, Kristianstad (96)
Ólafur Gústafsson, Kolding-Köbenhavn (22)

Hægri skyttur
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf (91)
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus (24)
Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg (0)

Línumenn
Vignir Svavarsson, Holstebro (234)
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad (27)
Ýmir Örn Gíslason, Valur (12)

Varnarmenn
Alexander Örn Júlíusson, Valur (0)