Hjálmar Vilhelm í öðru sæti í fjölþraut pilta 16-17 ára
Meistaramót Íslands i fjölþrautum fór fram í Reykjavík helgina 24. og 25.febrúar. Tveir frjálsíþróttamenn frá Frjálsiþróttadeild Selfoss tóku þátt og stóðu sig mjög vel.
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson keppti í sjöþraut í flokki 16 -17 ára og endaði hann í öðru sæti með 4213 stig. Árangur hans var eftirtalinn:
60m hlaup 7,64 sek - 1000m hlaup 3:03,33 mín - 60m grind 9,57 sek - hástökk 1,76m - langstökk 5,94m - stangarstökk 3,30m - kúluvarp 13,37m.
Ísold Assa Guðmundsdóttir keppti í fimmtarþraut í flokki 16-17 ára og endaði í öðru sæti með 2397 stig. Árangur hennar var eftirtalinn:
800m hlaup 3:40,28 mín - 60m grind 10,26 sek - hástökk 1,51m - langstökk 4,50m - kúluvarp 10,92m.
Frábær árangur hjá þessum efnilegu frjálsíþróttamönnum en næsta mót hjá þeim er Héraðsmót HSK sem haldið verður í Lindexhöllinni næsta sunnudag (3.mars).