Hörku sigur í Víkinni

Selfoss heimsótti Víking í kvöld föstudaginn 11. október. Víkingar voru örlítið vængbrotnir fyrir leikinn þar sem Róbert Sighvatsson hafði sagt upp störfum og Þorbergur Aðalsteinsson stýrði liðinu.

Leikurinn byrjaði af mikilli hörku eins og viðureignir liðana vanalega eru, þannig tók það Selfoss ekki nema 10 mín að klára 3 gula spjalda kvótann. Víkingur byrjaði þó af meiri krafti og eftir 10 mínútur var staðan 4-3. Selfoss gekk illa að skora á sterka Víkings vörn á næstu mínútum og staðan 5-5 og korter búið. Þá tók Selfoss smá við sér og sóknarleikurinn skárri, staðan 7-9 og 20 mínútur búnar. Selfoss gaf örlítið eftir á næstu mínútum og náði Víkingur frumkvæðinu 10-9. Lítið breyttist síðustu 5 mínútur hálfleiksins og Víkingur fór inn með verðskuldaða forystu 12-10.

Selfoss skipti yfir í 3-2-1 vörn í hálfleik og ætluðu að byrja síðari hálfleikinn af miklum krafti, það misheppnaðist eilítið. Víkingur skoraði af vildi þessar fyrstu 5 mínútur og var línan þeirra sérstaklega mikið frí. Staðan 15-14. Selfoss liðið hélt áfram að elta spræka Víkinga, sem voru að spila sinn besta leik á tímabilinu. Eftir 45 mínútur var staðan 19-17. Selfoss gekk brösulega að komast yfir í leiknum og staðan 21-20 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Þá loksins komst Selfoss vörnin í gangi sem var að spila 5-1 vörn með Ómar Inga sprækan fyrir framan. Liðið með forystuna 21-22 og æsispennandi 5 mínútur til leiksloka. Síðustu 5 mínútur voru hreinlega eign Selfoss sem vann kaflan 3-5 og hefðu átt að vinna stærra. Lokatölur því 24-27 eftir æsispennandi leik.

Það er ávallt erfitt að kvarta eftir sigurleik, hinsvegar á Selfoss liðið ennþá mikið inni. Fullmikið af mistökum voru gerð og sem dæmi var liðið með 9 tapaða bolta í fyrri hálfleik , en einungis 1 í þeim síðari. Markvarslan var stórkostleg hjá Sebastian sem varði 22 skot sem gerir 48% markvarsla. Sókn og vörn gekk ágætlega á köflum, en komu líka oft slæmar mínútur inn á milli. Innkoma Ómars Inga var hrikalega flott og greinilega mikið efni á ferðinni. Matthías Örn skilaði góðu framlagi í dag sóknarlega, en hann hefur oft spilaði betri vörn. Hörður Másson þarf svo að stíga upp í næsta leik, enda ekki gott fyrir skyttu að vera með 0/2 skotnýtingu.

Næsti leikur liðsins er á föstudaginn 18. október gegn nýliðum ÍH á heimavelli klukkan 20:00 allir að mæta!

 

Tölfræði:

Matthías Örn 7/11, 4 stoðsendingar, 4 fráköst og 3 brotin fríköst

Einar S 5/8, 3 stoðsendingar, 3 boltar tapaðir, 3 fráköst og 3 brotin fríköst

Magnús Már 4/4 og 2 tapaðir boltar

Andri Hrafn 3/4, 2 tapaðir boltar og 2 fríköst

Sverrir P 3/5 og 4 brotin fríköst

Jóhannes Snær 1/1

Jóhann E 1/2 og 1 brotið fríkast

Andri Már 1/2

Eyvindur Hrannar 1/1

Ómar Ingi 1/2 og 2 stoðsendingar

Hörður M 0/2, 2 stoðsendingar, 2 tapaðir boltar, 2 fráköst og 2 brotin fríköst

Örn Þ, 1 bolti tapaður og 1 brotið fríkast

 

Markvarslan:

Sebastian 22/46(48%) og 1 tapaður bolti

-sþ