Hanna stjórnar leik Íslands U20
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór með A-landsliði kvenna til Makedóníu í morgun. Þar verður seinni leikur þjóðanna í forkeppni heimsmeistaramótsins spilaður á laugardag. Ísland vann, í gær, fyrri leikinn hér heima og tryggðu sér þar með sæti í umspili fyrir HM sem fram fer í júní á næsta ári. Heimavöllur Makedóníu er víst einn sá erfiðasti heim að sækja.
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari gerði þrjár breytingar á landsliðshópnum fyrir ferðina frá leiknum í gærkvöldi í Laugardalshöll áður en haldið var að landi brott. Auk Hrafnhildar Hönnu koma Melkorka Mist Gunnarsdóttir markvörður úr Fylki og Bryndís Elín Halldórsdóttir úr Val inn í hópinn í stað Guðrúnar Óskar Maríasdóttur, FH, Hildar Þorgeirsdóttur, Koblenz, og Steinunnar Björnsdóttur úr Fram.
Nú setjast allir Sunnlendingar við skjáinn á laugardaginn og fylgjast með Hrafnhildi og félögum í beinni á RÚV.
Frá þessu var greint á vef mbl.is.
---
Hrafnhildur Hanna í leik með landsliði Íslands 20 ára og yngri.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson