Selfyssingar tóku á móti Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarnum sl. föstudag á gervigrasinu á Selfossi í fínasta veðri. Víkingur komst yfir á 23. mín er Edin Beslija skoraði beint úr aukaspyrnu. Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Selfoss undir lok fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Elías Örn, markvörður Selfoss, að líta rauða spjaldið fyrir brot sem spekingunum á hliðarlínunni fannst full strangur dómur. Víkingar komust svo aftur yfir á 63. mín, en Ólafur Karl náði að jafna fyrir Selfoss á 85. mín og lokatölur leiksins urðu því 2:2.
Næsti leikur Selfoss, sem jafnframt er sá síðasti í Lengjubikarnum, er við heimaleikur KR á gervigrasinu á Selfossi fimmtudag. 12. apríl kl. 20.
-ög