Júdó - Egill í Ungverjalandi
Þeir Egill Blöndal og Hrafn Arnarsson héldu til Hollands helgina 26.-27. nóvember þar sem þeir tóku þátt í International Den Helder Open 2016 ásamt Selfyssingnum Úlfi Þór Böðvarssyni sem nú er búsettur í Danmörku.
Egill náði þriðja sæti en hefði með smá heppni í raun átt að vinna mótið þar sem hann var augljóslega sterkasti keppandinn. Sjá mátti að nokkuð er um liðið síðan hann tók þátt í síðasta móti en Egill var frá æfingum og keppni í lok sumars vegna veikinda. Hann er hins vegar óðum að ná sér aftur á strik og má vænta mikils af honum á komandi mánuðum.
Hrafn stóð sig afar vel og vann tvær viðureignir mjög sannfærandi og sést að þar er á ferðinni mikið efni og vænta má mikils af honum í framtíðinni. Hrafn og Úlfur höfnuðu báðir í fimmta sæti í sínum flokki á mótinu sem verður að teljast vel viðunandi árangur.
gs
---
Fyrir neðan er Hrafn Arnarsson með verðlaun á Íslandsmóti og á mynd með fréttinni er Egill Blöndal í Búdapest.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss