Komnir á blað

186495009_1869410913221951_1001057913469571240_n
186495009_1869410913221951_1001057913469571240_n

Selfoss sótti þrjú stig í Breiðholtið þegar liðið mætti Kórdrengjum í Lengjudeild karla síðasta föstudag.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var Kenan Turudija sem kom Selfyssingum yfir eftir tæplega fimm mínútna leik með góðu skoti sem að markvörður Kórdrengja réði ekki við. Það var síðan Hrvoje Tokic sem tvöfaldaði forystu Selfyssinga eftir hálftíma leik þegar hann stangaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Þormari Elvarssyni. Selfyssingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Kórdrengir náðu að klóra í bakkann þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Tokic gerði síðan útum leikinn stuttu síðar með sínu öðru marki og þriðja marki Selfoss. Lokatölur 1-3, Selfoss í vil.

Afskaplega kærkomin þrjú stig og fyrsti sigurinn þetta sumarið staðreynd. Næsti leikur hjá strákunum er á föstudagskvöld þegar liðið mætir Þrótti R. í Laugardalnum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is