Um helgina fer fram á Selfossi hið árlega Landsbankamót í handbolta. Nú verður í annað skipti keppt í 7. flokki drengja og stúlkna 10 ára og yngri. Handknattleiksdeild Umf. Selfoss heldur mótið sem er jafnframt hluti af Íslandsmeistaramótinu.
Um 700 keppendur eru skráðir á mótið á Selfoss um helgina. Búast má við að annar eins fjöldi af foreldrum og liðstjórum heimsæki Selfoss. Alls eru 175 lið skráð til leiks, en leikið verður í íþróttahúsi Vallaskóla og Iðu. Liðin gista í Vallaskóla og eru þar í mat. Á kvöldin voru svo kvöldvökur.
Mótið hefst á föstudag kl. 16:00 og stendur fram yfir hádegi á sunnudag. Það verða um 80 starfsmenn koma að mótinu sem krefst mikillar skipulagningar. Þökk sé öflugu foreldrastarfi hjá deildinni og reynslu í svona mótahaldi að dæmið gegnur upp.Þetta er í tíunda árið í röð sem svona stórt handboltamót er haldið á Selfossi. Landsbankinn á Selfossi er sem fyrr aðalstyrktaraðili yngri flokka starfs handknattleiksdeildar og mótið ber nú nafn bankans sjötta árið í röð.
Unglingaráð vill þakka Landsbankanum á Selfossi frábæran stuðning undanfarin ár.