Sveinbjornssynir
Á hverju ári eru gríðarlega margir leikir spilaðir á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Öllum leikjum fylgir undirbúningur og einn mikilvægasti þátturinn í þeim undirbúningi er að útvega dómara og að hæfur dómari dæmi leiki á okkar heimavelli.
Árið 2015 vill knattspyrnudeildin leggja aukna áherslu á góða dómgæslu og leitar að áhugasömu fólki til að dæma fyrir félagið ykkar.
Persónulegur ávinningur hvers og eins getur verið nokkur en sá dómari sem dæmdi hvað mest síðastliðið sumar fékk fyrir störf sín kr. 104.000. Einnig getur verið gott fyrir unga og metnaðarfulla leikmenn að dæma hjá yngri iðkendum og sjá þar með leikinn í öðru ljósi svo ekki sé talað um foreldra og stuðningsmenn.
Knattspyrnudeild Selfoss heldur unglingadómaranámskeið í mars 2015 og eru allir sem hafa áhuga hvattir til að mæta.
Við óskum eftir því að áhugasamir einstaklingar gefi sig fram við okkur og komi með í verkefnið svo við getum stækkað dómaralistann okkar og haldið áfram að byggja á jafnrétti, aga og gæðum í allri umgjörð kappleikja á JÁVERK-vellinum
Fyrir hönd knattspyrnudeildar,
Gunnar Borgþórsson
Yfirþjálfari