Lið HSK/Selfoss er Íslandsmeistari í flokki 11-14 ára
Lið HSK/Selfoss sigraði glæsilega á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem haldið var á Laugum helgina 13.-14. sl. Lið HSK/Selfoss hlaut 746,5 stig en lið ÍR varð í öðru sæti með 606 stig. Piltar 11 ára, stúlkur 12 ára og stúlkur 14 ára unnu öll sína flokka. Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar fólki. Félagar í frjálsíþróttadeild Selfoss unnu glæsilega sigra á mótinu. Magnús Tryggvi Birgisson setti nýtt mótsmet í kringlukasti og HSK met í 2000m hlaupi í flokki 13 ára. Andri Már Óskarsson setti HSK met í 400m hlaupi í flokki 11 ára. Anna Metta Óskarsdóttir varð sexfaldur Íslandsmeistari og þeir Magnús Tryggvi Birgisson og Andri Már Óskarsson urðu þrefaldir Íslandsmeistarar. 18 Íslandsmeistaratitlar náðust í einstaklingsgreinum auk þess sem félagar deildarinnar unnu til fjölda silfur- og bronsverðlauna. Hér fyrir neðan er talinn upp árangur hjá félögum frjálsíþróttadeildar Selfoss en auk þess náðu iðkendur frá öðrum félögum af HSK svæðinu góðum árangri sem er ekki upptalinn hér
FLOKKUR 11 ÁRA:
Andri Már Óskarsson: 1.sæti - 400m hlaup 1:12,08m, langstökk 4,06m og fjölþraut 53 stig 2.sæti - hástökk 1.27m. 3.sæti - 60m hlaup 9.50s, kúluvarp 7.13m og spjótkast 14.90m.
Hilmir Dreki Guðmundsson : 2.sæti - kúluvarp 7.55m. 3.sæti - langstökk 3.86m
Bjarkey Sigurðardóttir: 3.sæti - langstökk 3,46m
FLOKKUR 12 ÁRA:
Sigríður Elva Jónsdóttir: 1.sæti - fjölþraut 44,5 stig. 2.sæti - 60m hlaup 8,87 og hástökk 1.27m. 3.sæti- langstökk 4.08m og kúluvarp 8.06m
Þórhildur Salka Jónsdóttir: 2.sæti - spjótkast 18,45m
FLOKKUR 13 ÁRA:
Magnús Tryggvi Birgisson: 1.sæti- þrístökk 10.70m, kringlukast 34.95m og spjótkast 32.55m. 2.sæti - 2000m hlaup 7:50,42m og 4x100m boðhlaup 64.10m. 3.sæti - kúluvarp 9.65m og langstökk 4.76m
Birkir Aron Ársælsson: 2.sæti -4x100m boðhlaup 64.10s. 3.sæti - spjótkast 29.87m
Ásta Kristín Ólafsdóttir: 1.sæti -spjótkast 36.56m og kúluvarp 10.68m. 3.sæti- 4x100m boðhlaup 63.49s
Dagbjört Eva Hjaltadóttir: 3.sæti -2000m hlaup 9:13.34m og 4x100m boðhlaup 63.49s
Hugrún Hadda Hermannsdóttir: 3.sæti - 4x100m boðhlaup 63.49s
FLOKKUR 14 ÁRA
Kári Sigurbjörn Tómasson: 2.sæti - 4x100m boðhlaup 64.10s, langstökk 4.36m og þrístökk 7.93m. 3.sæti - hástökk 1.36m.
Stormur Leó Guðmundsson: 2.sæti - 4x100m boðhlaup 64.10s
Anna Metta Óskarsdóttir : 1.sæti - hástökk 1.51m, langstökk 4.95m, þrístökk 10.45m, kringlukast 27.28m, 80m grind 14.10s og 4x100m boðhlaup 59.12m. 2.sæti - 300m grind 54.61s, 80m hlaup 10.72s, 300m hlaup 47.49s, 2000m hlaup 8:27.79m og 800m (enginn tími) 3.sæti - spjótkast 23.91m
Adda Sóley Sæland: 1.sæti - spjótkast 29.50m og 4x100m boðhlaup 59.12s. 2.sæti - kúluvarp 9.08m, kringlukast 26.28m og þrístökk 8.78m. 3.sæti - 300m hlaup 48.74s
Elísabet Freyja Elvarsdóttir: 1.sæti 4x100m boðhlaup 59.12s
Anna Metta varð sexfaldur Íslandsmeistari, hér er hún á efsta þrepi
Magnús Tryggvi Birgisson varð þrefaldur Íslandsmeistari og setti mótsmet og HSK met. Hann er hér á efsta þrepi.
Andri Már Óskarsson varð þrefaldur Íslandsmeistari, vann fjölþrautina og setti HSK met
Ásta Kristín Ólafsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari