Handbolti Lokahóf akademíu 009
Lokahóf handknattleiksakademíu Selfoss og 3. flokks kvenna og karla var haldið í Tíbrá mánudag 4. maí síðastliðinn. Þangað var boðið öllum leikmönnum 3. flokks og akademíunnar ásamt styrktaraðilum akademíunnar, fulltrúum FSu og Sveitarfélagsins Árborgar ásamt stjórn deildarinnar.
Á lokahófinu var boðið upp á glæsilegan kvöldverð ásamt því að veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur. Eftirtaldir aðilar voru verðlaunaðir.
3. flokkur kvenna
Leikmaður ársins: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
Varnarmaður ársins: Hulda Dís Þrastardóttir
Framfarir og ástundun: Perla Ruth Albertsdóttir
Markadrottning: Þuríður Guðjónsdóttir (211 mörk í 26 leikjum)
3. flokkur karla - eldra ár
Leikmaður ársins: Elvar Örn Jónsson
Varnarmaður ársins: Hergeir Grímsson
Framfarir og ástundun: Gísli Frank Olgeirsson
Markakóngur: Elvar Örn Jónsson (118 mörk í 14 leikjum)
3. flokkur karla - yngra ár
Leikmaður ársins: Adam Örn Sveinbjörnsson
Varnarmaður ársins: Hlynur Steinn Bogason
Framfarir og ástundun: Trausti Elvar Magnússon
Markakóngur: Teitur Örn Einarsson (98 mörk í 12 leikjum)
Handknattleiksakademía
Mestu framfarir í lyftingum: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
Afrek ársins í akademíunni: Elvar Örn Jónsson - 12,1 mark að meðaltali í leik (mörk og stoðsendingar)
Afreksmaður ársins: Guðjón Ágústsson
---
Myndir frá efstu og niður og frá vinstri til hægri.
Harpa, Hulda, Perla og Þuríður.
Adam, Hlynur, Trausti og Teitur.
Hergeir, Gísli og Elvar.
Guðjón, Elvar og Harpa.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson