Sameiginlegt lokahóf Handknattleiksakademíu og 3. flokks Selfoss fór fram um miðjan júní. Þetta var að vanda skemmtileg samkoma, sól á himni og í hjörtum og grillaðar veitingar í mannskapinn. Þó nokkur verðlaun voru veitt og sex nemendur útskrifaðir. Í akademíunni eru sérstök verðlaun veitt fyrir afrek ársins, en þau verðlaun eru veitt fyrir tölfræðiafrek á tímabilinu. Einnig eru veitt verðlaun fyrir framfarir í lyftingum, bera þau verðlaun vitni um áræðni og vinnusemi og síðast en ekki síst er afreksmaður ársins útnefndur, en þau verðlaun eru veitt fyrir hugarfar og viðhorfs við æfingar og keppni.
3. flokkur karla
Markakóngur: Hákon Garri Gestsson
Varnarmaður ársins: Guðmundur Steindórsson
Framför og ástundun: Ísak Kristinn Jónsson
Leikmaður ársins: Anton Breki Hjaltason
3. flokkur kvenna
Markadrottning: Hulda Hrönn Bragadóttir
Varnarmaður ársins: Adela Eyrún Jóhannsdóttir (Ágústa Tanja tók við verðlaununum fyrir hönd systur sinnar)
Framför og ástundun: Erla Margrét Gunnarsdóttir
Leikmaður ársins: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir
Útskriftanemar handknattleiksakademíu Selfoss
Jason Dagur Þórisson (vantar á myd)
Arnór Elí Kjartansson (vantar á myd)
Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð
Guðmundur Steindórsson
Daníel Arnar Víðisson
Anton Breki Hjaltason
Handknattleiksakademía Selfoss
Lyftingabikarinn: Hulda Hrönn Bragadóttir
Afrek ársins: Hákon Garri Gestsson
Afreksmaður ársins: Anton Breki Hjaltason