Lokahóf yngri flokka sumarið 2023

Fyrr í sumar gerðu ungir iðkendur handknattleiksdeildar Selfoss upp síðasta tímabil á lokahófi yngri flokka.  Síðasti vetur var langur og skemmtilegur, stóra verkefnið var vinna til að fjölga iðkendum eftir krefjandi covid ár þar á undan.  Mikil vinna hefur verið lögð í að ala upp fleiri þjálfara og hefur þjálfarahópurinn yngst töluvert upp.  Það hefur verið virkilega skemmtilegt verkefni enda snúast yngri flokkarnir um fleira en að búa til afreksfólk í handbolta, þar er alla daga verið að ala upp nýja þjálfara, stjórnarfólk, dómara sjálfboðaliða, foreldra og sterka einstaklinga inn í samfélagið okkar.  Það er því vel við hæfi að byrja á að segja frá því að í ár var félagi ársins í yngri flokkum valinn Garðar Freyr Bergsson.  Garðar er ansi vel að titlinum kominn, en hann hefur verið óþreyttur að stökkva til í þau störf sem þarf að leysa. 

Allir krakkar í 6. 7. 8. og 9. flokk karla og kvenna fengu viðurkenningu fyrir að hafa lokið vetrinum. í 4. og 5. flokki voru svo veittar þrjár viðurkenningar.  Mestu framfarir, sem er alltaf mikil viðurkenning og staðfesting á því að hafa lagt mikið á sig.  Besta ástundunin, það er mikils virði að lifa eftir þeim gildum að vera alltaf tilbúin til að læra og leggja hart að sér.  Besti liðsmaðurinn er svo einhver sem alltaf tilbúin í að peppa liðsfélagana áfram í blíðu og stríðu og hefur gott hugafar til liðsins.  Að lokum var af vana fýrað upp í grillinu og gæddu sér allir á pylsum.

 

Myndir og verðlaunahafar á lokahófi yngri flokka 2023

 

Félagi ársins: Garðar Freyr Bergsson

 

5. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Karítas Líf Róbertsdóttir
Besta ástundun: Aníta Ýrr Eyþórsdóttir
Besti liðsfélaginn: Íris Lilja Brynjarsdóttir

 

5. flokkur karla
Mestu framfarir: Sveinn Ísak Hauksson
Besta ástundun: Aron Leo Guðmundsson
Besti liðsfélaginn: Þorleifur Tryggvi Ólafsson

 

4. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Inga Dís Axelsdóttir
Besta ástundun: Selma Axelsdóttir
Besti liðsfélaginn: Brynhildur Ruth Sigurðardóttir

 

4. flokkur karla
Mestu framfarir: Ívar Helgi Rise Ómarsson
Besta ástundun: Guðjón Óli Ósvaldsson
Besti liðsfélaginn: Jón Valgeir Guðmundsson (vantar á mynd)

 

7-8. og 9. flokkur karla og kvenna 2023

 

6. flokkur kvenna 2023

 

6. flokkur karla 2023

 

5. flokkur kvenna 2023

 

5. flokkur karla 2023

 

4. flokkur kvenna 2023

 

4. flokkur karla 2023