Maturinn hennar Möggu - Buslandi til Brasilíu

maggi-tryggva-i-rio
maggi-tryggva-i-rio

Gestur okkar á „Matnum hennar Möggu" föstudaginn 28. október kl. 12:00 verður félagi okkar Magnús Tryggvason, sem ætlar að segja okkur frá ævintýrum sínum á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem hann fylgdi íslenska sundfólkinu eins og skugginn meðan á leikunum stóð.

Magnús hefur frá mörgu merkilegu að segja af þjálfaraferli þínum bæði hjá Selfoss og landsliðinu en á morgun fjallar hann sérstaklega um Ólympíuleikana í sumar og möguleika þessa framúrskarandi sundfólks sem við eigum nú.

Tekið er við skráningum í matinn hennar Möggu á netfangið umfs@umfs.is og síma 894-5070 til miðnættis í kvöld, fimmtudaginn 27. október.

Maturinn verður í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, að Engjavegi 50. Gjaldið er kr. 3.000- og eru allir velkomnir, Selfyssingar og ekki Selfyssingar.

Þeir sem vilja spjalla saman geta mætt fyrr og verðið lengur. Um að gera að njóta stundarinnar í félagsheimilinu okkar.

---

Magnús á Ólympíuleikvanginum í Ríó í Brasilíu.