Dragunas
Karlalið Selfoss leikur tvo leiki við Klaipeda Dragunas frá Litháen, í Evrópukeppni félagsliða nú í byrjun septbember. Fyrri leikur liðanna fer fram á Selfossi nú á laugardaginn og seinni leikur liðanna fer fram ytra sléttri viku seinna.
Dragunas liðið á skemmtilega tengingu við mann í Þorlákshöfn, en sá heitir Rafn Gíslason. Hann hannaði og teiknaði merki Draguns. Samkvæmt því sem Rafn segir þá kom það til vegna þess að hann hafði hannað og teiknað merki fyrir íþróttaliðið Stál Úlf. Forsvarsmenn þess liðs eru frá Litháen og hafa tengsl við lið Dragunas. Þeir sýndu Dragunasmönnum meki Stál Úlfs og í kjölfarið var Rafn beðinn um hugmynd að merki fyrir Dragunas, sem svo varð að merki félagsins eins og það er í dag.
Rafn segist vera áhugamaður um allar íþróttir og þar á meðal handbolta. Hann mun verða óhlutdrægur fyrir þennan leik en vonar bara að bæði lið leiki skemmtilegan handbolta sem muni gleðja áhorfendur.
Kristján Eldjárn Þorgeirsson