Metþáttaka í kastþraut Óla Guðmunds

frjalsar-kastthraut-ola-gudmunds
frjalsar-kastthraut-ola-gudmunds

Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt föstudaginn 9. september sl. í sextánda sinn. Metþátttaka var í þrautinni sautján karlar og níu konur.

Í karlaflokki sigraði Orri Davíðsson, Ármanni með 3.049 stig, Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki varð annar með 2.998 stig og Vigfús Dan, Selfossi þriðji með 2.622 stig. Kvennamegin vann Thelma Björk Einarsdóttir annað árið í röð á nýju stigameti 2.965 stig en gamla átti hún sjálf 2.868 stig. Eyrún Halla Haraldsdóttir varð önnur með 2.349 stig og Ágústa Tryggvadóttirnr þriðja, rétt á eftir með 2.323 stig, en þær eru allar frá Selfossi.

Kaffi í boði Guðnabakarís, Óla Guðmuds og Írisar Önnu var í Selinu að lokinni keppni. Veittir voru verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin og verðlaunafarandgripir sem gefnir voru af Bros gjafaveri og hjónunum Guðmundi Kr. Jónssyni og Láru Ólafsdóttur.

Það má segja að kastþrautin sé formlegur endir á sumarkeppnistímabilinu þar sem húmorinn og léttleikinn er í fyrirrúmi. Að lokum er starfsmönnum mótsins þakkað sérstaklega fyrir þeirra þátt en eðli málisins samkvæmt gæti mótið ekki farið fram án þeirra.

Ólafur Guðmundsson, mótshaldari.

---

Að ofan er hópmynd af þátttakendum og starfsfólki þrautarinnar.
Að neðan eru Guðmundur Kr. Jónsson (sitjandi) og Markús Kr. Ívarsson sem hafa verið starfsmenn á flestum kastþrautum Óla G í gegnum árin
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson