MÍ | Ástþór Jón setti HSK met

frjalsar-astthor-jon-tryggvason
frjalsar-astthor-jon-tryggvason

Meistaramót Íslands í frjálsum, aðalhluti fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi og tóku sjö keppendur af sambandssvæði HSK þátt. Enginn þeirra náði að vinna til verðlauna að þessu sinni.

Eitt HSK met var sett á mótinu.  Ástþór Jón Tryggvason, úr Umf. Selfoss, setti met í 1.500 metra hlaupi í flokki 18- 19 ára, en hann hljóp á 4:35,46 mín. Þar með bætti hann 30 ára gamalt met Gunnlaugs Karlssonar, en met hans var 4;37,1 mín.