Handbolti Aðalfundur Stjórn og unglingaráð
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 26. mars. Þar bar helst til tíðinda að Lúðvík Ólason var kjörinn nýr formaður deildarinnar en hann tekur við embættinu af Þorsteini Rúnari Ásgeirssyni, sem situr áfram í stjórninni sem gjaldkeri. Þá var og kjörinn ritari Magnús Matthíasson og meðstjórnendur Tinna Soffía Traustadóttir, Grímur Hergeirsson, Gunnar Jón Yngvason og Jón Birgir Guðmundsson.
Í unglingaráð voru skipuð Kristín Traustadóttir formaður, Nanna Dísa Sveinsdóttir gjaldkeri, Brynjar Áskelsson, Grétar Guðmundsson og Þórður Stefánsson.
Öllum stjórnarmönnum sem nú véku úr stjórn og unglingaráði var þakkað sitt framlag og þá sérstakleg Sigrúnu Helgu Einarsdóttir og Sverri Einarssyni eftir áralangt fórnfúst starf fyrir deildina.
Þá mættu á fundinn tugur glæsilegra iðkenda Selfoss sem voru valin til æfinga með yngri landsliðum Íslands um páskana ásamt Hrafnhildi Hönnu A-landsliðskonu. Auk þess var Örn Östenberg leikmaður Vaxsjö valinn í U-17 liðið en hann er sonur Vésteins Hafsteinssonar og telst að sjálfsögðu vera Selfyssingur.
---
Stjórn og unglingaráð handknattleiksdeildar Efri röð f.v. Brynjar, Grétar, Magnús, Lúðvík, Þorsteinn og Jón Birgir. Neðri röð f.v. Grímur, Tinna Soffía, Kristín og Gunnar Jón. Á myndina vantar Þórð og Nönnu Dísu.
Landsliðsmenn Selfyssinga. Aftari röð f.v Adam Örn Sveinbjörnsson (U17), Elvar Örn Jónsson (U19), Teitur Örn Einarsson (U17), Guðjón Ágústsson (U19), Hergeir Grímsson (U19), Guðjón Baldur Ómarsson (U15). Fremri röð f.v. Harpa Sólveig Brynjarsdóttir (U19), Katrín Ósk Magnúsdóttir (U19), Elena Birgisdóttir (U19), Þuríður Guðjónsdóttir (U19) og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (A-landslið).
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson