240957255_1947227728773602_2403572615688627116_n
Selfoss tryggði sæti sitt í Lengjudeildinni að ári þegar liðið sigraði Víking Ó. í Lengjudeildinni. Vaskur stuðningsmannahópur Selfyssinga lagði leið sína í Ólafsvík og studdi liðið í leiknum.
Valdimar Jóhannsson kom Selfyssingum yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir flottan undirbúning Ingva. Valdimar var síðan aftur á ferðinni stuttu fyrir hálfleik þegar hann lagði boltann fyrir fætur Arons Einarssonar sem setti boltann í netið og staðan 0-2 í hálfleik.
Þriðja og síðasta mark Selfyssinga kom síðan frekar snemma í fyrri hálfleik en þar var á ferðinni Gary Martin sem skoraði en hann, ásamt öðrum leikmönnum, hefur farið á kostum í síðustu leikjum liðsins.
Víkingar fengu síðan tækifæri til þess að klóra í bakkann stuttu síðar þegar vítaspyrna var dæmd. Stefán Þór Ágústsson gerði sér hinsvegar lítið fyrir og varði vítaspyrnuna, frábærlega gert hjá Stefáni!
Stefán og Selfossliðið hafa nú haldið markinu hreinu í tveimur síðustu leikjum og skorað í þeim sex mörk. Næsta verkefni liðsins er leikur gegn ÍBV á JÁVERK-vellinum næsta föstudagskvöld.
ÁFRAM SELFOSS!
Mynd/ Hrefna Morthens