Ragnarsmót 2020 Facebook event
Ragnarsmótið í handbolta verður haldið í 32. skiptið, en mótið er eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi.
Mótið fer fram í Hleðsluhöllinni og verður mótið tvískipt eins og undanfarin ár. Á Ragnarsmóti kvenna keppa fjögur lið, ásamt heimamönnum munu Fjölnir/Fylkir, ÍR og Haukar keppa í einum riðli. Sex lið taka þátt í Ragnarsmóti karla, en það eru Selfoss, ÍBV, Stjarnan, Fram, Afturelding og Haukar. Vegna COVID-19 verða engir áhorfendur leyfðir á mótið. Handboltaþyrstir þurfa engu að kvíða, enda verður SelfossTV með alla leiki í þráðbeinni og geta allir horft á hann í leiftrandi háskerpu á heimasíðu SelfossTV. Linkar á leikina munu einnig birtast á Facebook ásamt nýjustu upplýsingum, stöðu, úrslitum o.s.frv.
Dagskráin er eftirfarandi:
Ragnarsmót kvenna
Selfoss, Fjölnir/Fylkir ,Haukar, ÍR
Sunnudagur 16. ágúst
kl 16:00 Selfoss - Fjölnir/Fylkir
Mánudagur 17. ágúst
kl 20:15 Haukar - Fjölnir/Fylkir
Fimmtudagur 20. ágúst
kl 20:30 Selfoss - Haukar
Föstudagur 21. ágúst
kl 20:30 Fjölnir/Fylkir - ÍR
Laugardagur 22. ágúst
kl 10:00 Haukar - ÍR
Mánudagur 24. ágúst
kl 19:45 Selfoss - ÍR
Ragnarsmót karla
A-riðill: Fram - Haukar - Selfoss
B-riðill:Afturelding - ÍBV - Stjarnan
Þriðjudagur 18. ágúst
kl 17:45 Selfoss - Fram
kl 20:30 Stjarnan - Afturelding
Miðvikudagur 19. ágúst
kl 17:45 ÍBV - Afturelding
kl 20:30 Fram - Haukar
Fimmtudagur 20. ágúst
kl 17:45 Selfoss - Haukar
Föstudagur 21. ágúst
kl 17:45 Stjarnan - ÍBV
Laugardagur 22. ágúst
kl 12:45 Leikur um 5. sæti
kl 15:30 Leikur um 3. sæti
kl 18:15 Úrslitaleikur
*Birt með fyrirvara um breytingar.