Selfoss merki
Seinni hluti Ragnarsmótsins í handknattleik hefst í íþróttahúsi Vallaskóla á miðvikudag þegar stelpurnar stíga á stokk en nú er í fyrsta skipti í sögu mótsins keppt í kvennaflokki. Sex lið eru skráð til leiks á mótinu sem lýkur með úrslitaleikjum um sæti laugardaginn 5. september.
Ragnarsmótið er nú haldið í 26. skipti á Selfossi en það er árlegt minningarmót sem haldið er til minningar um Ragnar Hjálmtýsson einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss sem lést ungur að árum í bílslysi árið 1988.
Ragnarsmótið er á fésbókinni
Leikjaplan hjá stelpunum
Miðvikudagur 2. september
Klukkan 18:15 ÍBV - HK
Klukkan 20:00 Selfoss - FH
Fimmtudagur 3. september
Klukkan 18:15 HK - Grótta
Klukkan 20:00 Selfoss - Fram
Föstudagur 4. september
Klukkan 18:15 FH - Fram
Klukkan 20:00 Grótta - ÍBV
Laugardagur 5. september
Úrslitaleikir um sæti
5. sæti klukkan 12:00
3. sæti klukkan 14:00
1. sæti klukkan 16:00