image
TM og handknattleiksdeild Selfoss undirrituðu samning í síðustu viku. Samningurinn er frábrugðinn öðrum styrktarsamningum sem deildin er með við fyrirtæki en stjórn og iðkendur munu á næstunni bjóða fólki og fyrirtækjum að fá tilboð í tryggingarnar sínar.
Samþykki viðkomandi að fá tilboð mun sölumaður frá TM hafa samband og fara yfir tryggingarnar og gera tilboð. Handknattleiksdeildin mun fá ákveðna greiðslu fyrir hvern nýjan tryggingataka sem kemur til TM í gegnum deildina. Samkvæmt upplýsingum frá formanni handknattleiksdeildarinnar má segja að þetta sé „win win“ samningur þar sem bæði TM og deildin hafa möguleika á að njóta góðs af þessu samstarfi og hvetur fólk til að hafa samband ef það hefur áhuga á að láta sölumann TM fara yfir tryggingapakkann sinn og styrkja í leiðinni það góða og öfluga starf sem unnið er innan handboltans á Selfossi.
Á meðfylgjandi mynd eru Bárður Guðmundarson fulltrúi TM og Þorsteinn formaður handknattleiksdeildarinnar að handsala samninginn. Með þeim á myndinni er Jóhannes Snær sem stillti sér upp með þeim sem fulltrúi leikmanna.