Selfoss 29 - 29 Afturelding

Elvar vs. FH
Elvar vs. FH

Selfoss gerði 29-29 jafntefli við Aftureldingu í fyrsta heimaleik sínum í Olísdeildinni, en liðin mættust nú í kvöld í 3.umferð deildarinnar.

Afturelding hafði frumkvæðið framan af og náði fjögurra marka forskoti þegar mest lét, staðan í hálfleik var 15-17. Selfyssingar tóku við sér undir lok leiks og náðu að jafna 25-25 með marki frá Einari Sverrissyni, leikurinn var í járnum eftir það. Selfoss náði ekki lengra og Pawel varð vel í markinu í lokin og tryggði Selfyssingum stigið.

Selfoss er nú í 1.-4. sæti deildarinnar ásamt Aftureldingu, Val og FH, öll með fimm stig.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 7, Alexander Már Egan 6, Einar Sverrisson 5(1), Haukur Þrastarson 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Hergeir Grímsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 1, Pawel Kiepulski 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 8 (33%) og Helgi Hlynsson 5 (27%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Nú er tekin við landsliðspása og næstu leikir ekki fyrr en 6.október, en þá spila stelpurnar gegn HK úti og strákarnir gegn RD Ribnica út í Slóveníu í Evrópukeppninni!

____________________________________________

Mynd: Elvar Örn Jónsson var markahæstur í kvöld með 7 mörk.

Umf. Selfoss / JÁE