_DSF0357
Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 1. nóvember sl.
Selfoss vann stigakeppni mótsins með 84 stig og endurheimti þar með titilinn eftir nokkurt hlé. Dímon, sem vann mótið sl. tvö ár, varð nú í öðru sæti með 32 stig og Hamar varð í þriðja sæti með 13 stig.
Bergþór Óli Unnarsson, Selfossi fékk viðurkenningu fyrir mestu bætingu milli ára fyrir 50 m skriðsund. Tími 2014 var 1.43,34 en tími 2015 var 1.06,31, bæting því 37,03 sekúndur milli ára.
Sundnefnd HSK vildi koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Sundhallar Selfoss fyrir góðar móttökur. Mikill munur er að halda mót og verða fyrir litlum truflunum frá öðum sundlaugargestum eftir að aðstaðan var bætt til muna í sundhöll Selfoss.
Heildarúrslit og fleiri myndir eru á vefsíðu HSK.