Handbolti - Einar Sverrisson
Selfoss sigraði ÍR-inga örugglega í Austurbergi í kvöld með 12 mörkum, 25-37. Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu að komast í 1-5 í upphafi leiks og náðu þeir auka það forskot jafnt og þétt og var Selfoss 8 mörkum yfir í hálfleik, 13-21. Sigurinn var aldrei í hættu og lokatölur urðu 25-37 eins og áður sagði.
Sölvi stóð sig frábærlega í markinu og varði 20 skot í leiknum, Teitur Örn og Einar S. stóðu sig vel í sókninni. Sverrir Pálsson fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir í leiknum og þar af leiðandi rautt spjald.
Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 10 (3), Einar Sverrisson 9, Haukur Þrastarson 7, Árni Steinn Steinþórsson 4, Sverrir Pálsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 20 (45%)
Eftir sigurinn fór Selfoss upp í 3.sæti deildarinnar, nú með 24 stig. Næsti leikur hjá strákunum er sunnudaginn 18.febrúar gegn Haukum. Stelpurnar eiga hins vegar heimaleik gegn Haukum annað kvöld og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta á þann leik.
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Einar Sverrisson stóð sig frábærlega í kvöld með 10 mörk.
Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.