Selfyssingar leika til undanúrslita í dag

handbolti-bikarkeppnin
handbolti-bikarkeppnin

Í fyrsta sinn í handboltasögunni á Selfossi er meistaraflokkur kvenna kominn í undanúrslit í Coca Cola bikarkeppni HSÍ eða Final Four úrslitahelgina sem fram fer í Laugardalshöllinni.

Stelpurnar okkar spila við Stjörnuna í dag og hefst leikurinn kl. 17:15. Í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson er boðið upp á sætaferðir á leikinn og er brottför frá íþróttahúsi Vallaskóla kl. 15:45.

Forsala miða verður í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss að Engjavegi 50 og í verslun Baldvins og Þorvaldar. Mikilvægt er að Selfyssingar kaupi miða á þessum stöðum því þá rennur þá allur ágóði beint til handknattleiksdeildar Selfoss. Miðaverð er kr. 2.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn.

Úrslitaleikur Coca Cola bikarsins fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. febrúar.

Við hvetjum Selfyssinga og Sunnlendinga alla til að fjölmenna í höllina og styðja stelpurnar til sigurs. Áfram Selfoss!

---

Stelpurnar ætla að gefa allt í leikinn í dag.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE