Selfyssingar með flest verðlaun á haustmóti

Júdó - Haustmót JSÍ 2018 Alexander Adam Kuc
Júdó - Haustmót JSÍ 2018 Alexander Adam Kuc

Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum var haldið í Grindavík 6. október. Keppendur voru 56 og þar af ellefu frá júdódeild Selfoss. Margar skemmtilegar glímur sáust og flott köst. Allir keppendur Selfoss stóðu sig vel, komust á verðlaunapall og fékk Selfoss flest verðlaun allra félaga á mótinu.

Verðlaunahafar Selfoss á mótinu voru eftirfarandi:

U13
1. sæti Vésteinn Bjarnason -42 kg
1. sæti Alexander Adam Kuc -50 kg
1. sæti Einar Magnússon -60 kg

U15
2. sæti Sara Ingólfsdóttir -46 kg
1. sæti Jakub Tomczyk -66 kg
3. sæti Kristján Knútsson -66 kg

U-18
2. sæti Óskar Kristinsson -50 kg
3. sæti Haukur Ólafsson -66 kg
1. sæti Hrafn Arnarson -90 kg

U-21
2. sæti Hrafn Arnarson -90 kg
1. sæti Grímur Ívarsson -100 kg

Nánari upplýsingar um úrslit á mótinu eru á vefsíðu JSÍ.

Haustmót JSÍ 15 ára og eldri verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi á laugardag, 20. október, og hefst klukkan 12:00. Þar keppa allir bestu júdómenn landsins.

bp

---

Mynd með frétt: Alexander Adam (í miðju) sigraði í sínum flokki.
Mynd fyrir neðan frétt: Hluti keppenda Umf. Selfoss f.v. Sara Nugig Ingólfsdóttir, Einar Magnússon, Alexander Adam Kuc, Vésteinn Bjarnason, Kristján Knútsson og Jakub Oskar Tomczyk.
Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss.