Selfyssingar unnu til fjölda verðlauna á bikarmóti

Taekwondo - Björn Jóel Björgvinsson
Taekwondo - Björn Jóel Björgvinsson

Annað mótið í bikarmótaröð TKÍ var haldið í Hamarshöllinni helgina 29. febrúar til 1. mars. Á laugardeginum var keppt í flokki barna 12 ára og yngri og unnu Selfyssingar til níu verðlauna.

Í bardaga unnu Agnes Ísabella Jónasdóttir, Loftur Guðmundsson, Gústaf Maríus Eggertsson til gullverðlauna. Arnar Breki Jónsson og Katrín Freyja Helgadóttir unnu til silfurverðlauna og Tara Björk Magnúsdóttir hlaut bronsverðlaun í sínum flokki.

Í poomsae (formum) hlaut Agnes Ísabella silfur og þau Tara Björk og Veigar Elí Ölversson brons.

Á sunnudeginum stigu eldri keppendur á stokk.

Í bardaga ber hæst að nefna silfurverðlaun sem Björn Jóel Björgvinsson náði sér í -80 kg karla senior en hann keppti upp fyrir sig bæði í þyngd og aldri en Björn Jóel er bara 16 ára gamall. Sigurjón Bergur Eiríksson náði sér í brons í -80 kg karla senior.

Í poomsae krækti Þorsteinn Ragnar Guðnason sér í þrjú verðlaun, gull í einstaklingskeppni, gull í parakeppni og brons í hópaformum. Orri Þór Eggertsson vann til þriggja gullverðlauna í junior flokki, í einstaklingkeppni, parakeppni og í hópaformum. Egill Kári Gunnarsson vann til tveggja verðlauna í junior flokki, silfur í einstaklingskeppni og gull í hópaformum.

dpj

---

Björn Jóel í rauðri brynju í undanúrslitum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss