Sex sigurleikir Selfyssinga

KSI_Logo_BlueRed_2020
KSI_Logo_BlueRed_2020

Selfyssingar hafa unnið sex leiki í röð í 2. deildinni og komið sér í þægilega stöðu á toppi deildarinnar ásamt Kórdrengjunum.

Sjötti sigurleikurinn kom í gær þegar liðið vann góðan 0-1 sigur gegn Fjarðabyggð á Eskifirði. Selfyssingar mættu ákveðnir til leiks og réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik. Sigurmarkið kom strax á 22. mínútu þegar Þorsteinn Aron Antonsson skoraði með góðu skallamarki eftir aukaspyrnu utan af velli. Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og Selfyssingar fögnuðu þremur dýrmætum stigum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar sitja á toppi deildarinnar ásamt Kórdrengjum með 31 stig að loknum fjórtán leikjum. Næsti leikur liðsins er gegn Víði í Garði miðvikudaginn 9. september, kl. 17:15.