Árni Steinn Steinn
Strákarnir unnu góðan sigur á Fram í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi, 28-23, í Hleðsluhöllinni.
Selfoss var með frumkvæðið allan fyrri hálfleik en Framarar gáfu ekkert eftir lengi vel og tóku vel á þeim vínrauðu í vörninni. Munurinn varð þó aldrei mikill en staðan var 13-11 í leikhléi.
Fyrri helming síðari hálfleiks var bara meira af því sama. Selfoss hélt frumkvæðinu og Fram alltaf 2-3 mörukum á eftir. Um miðjan hálfleikinn minnkuðu Fram muninn í eitt mark, 19-18. Þá skerpti Patti á hlutunum með strákunum, eftir það tóku Selfyssingar leikinn til sín og kláruðu leikinn vel. Fimm marka sigur staðreynd, 28-23.
Selfoss hefur nú 14 stig í 2. sæti deildarinnar, jafnmörg stig og topplið Hauka.
Mörk Selfoss: Árni Steinn Steinþórsson 7, Haukur Þrastarson 6, Hergeir Grímsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Elvar Örn Jónsson 1.
Varin skot: Pawel Kiepulski 12 (40%) og Sölvi Ólafsson 1 (15%).
Nánar er fjallað um leikinn á visir.is, Sunnlenska.is og Mbl.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Næst tekur við Evrópuverkefni hjá strákunum en seinni leikur þriðju umferðar EHF-bikarsins fer fram um helgina í Hleðsluhöllinni, laugardaginn kl 18.
____________________________________
Mynd: Árni Steinn var markahæstur í kvöld með 7 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE