Sigurður Fannar Hjaltason Íslandsmeistari í júdó

Sigurður Fannar Hjaltason 1. sæti +100KG
Sigurður Fannar Hjaltason 1. sæti +100KG

Í nýliðnum mánuði voru haldin Íslandsmeistaramót yngri og eldri í júdó. Þar eignaðist Umf. Selfoss nýjan Íslandsmeistara í +100 kg flokki. Sigurður Fannar Hjaltason gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk á stórglæsilegum köstum. Fylgir Sigurður þar með eftir flottri frammistöðu frá vormótinu í ár þar sem hann tók annað sætið í sínum flokki.

Egill Blöndal og Breki Bernharðsson tóku silfrið í sínum flokkum.

Á móti yngri flokka tóku Mikael Kári Ibsen Ólafsson, Gestur Ingi Maríarsson og Styrmir Hjaltason allir silfrið í undir 18 ára flokki og Mikael og Styrmir þriðja sætið í undir 21 árs flokki í sínum þyngarflokkum. Óðin Þór Ingason og Aron Logi Daníelsson hrepptu einnig þriðja sætið í sínum flokkum.

Mikael Kári Ibsen Ólafsson 2. sæti. 

 

Gestur Ingi Maríarsson 2. sæti og Óðin Þór Ingason 3. sæti.

 

Aron Logi Daníelsson 3. sæti.

 

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju!