Skellur fyrir norðan

Perla í eldlínunni
Perla í eldlínunni

Stelpurnar gerðu töpuðu gegn KA/Þór fyrir norðan í kvöld, 33-22.

Jafnræði var með liðunum fram eftir fyrri hálfleik, þegar 10 mínútur voru eftir af honum náðu norðanstúlkur að byggja upp forskot á stelpurnar okkar og var staðan 16-10 þegar flautað var til hálfleiks.  Í síðari hálfleik áttu okkar stelpur erfitt uppdráttar og náðu aldrei að ógna forustu KA/Þór af nokkurri alvöru og lyktaði leiknum með 11 marka tapi.  

Selfoss er því áfram í botnsætinu með 4 stig eftir 11 umferðir.

Mörk Selfoss:  Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Sarah Boye Sörensen 2, Katla María Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 10 (23%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Í næsta leik Selfoss í Olísdeild kvenna tökum við á móti Valsstúlkum í Hleðsluhöllinni eftir 10 daga, föstudaginn 18 janúar kl. 19:30. 
____________________________________
Mynd: Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst með 6 mörk í kvöld.
Umf. Selfoss / JÁE