Landsmót UMFÍ logo
Ungmennafélag Íslands auglýsti á dögunum eftir mótshöldurum að 22. Unglingalandsmóti UMFÍ árið 2019 en umsóknarfrestur er til 31. maí nk.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar fjallaði um málið í kjölfarið og var menningar- og tómstundafulltrúa falið að kanna möguleikann á að sækja um að halda Unglingalandsmótið 2019 á Selfossi í samstarfið við HSK.
Beiðni þess efnis var tekin fyrir á stjórnarfundi HSK 9. maí sl. og þar var samþykkt að senda umsókn til UMFÍ í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.
Ef til kemur að okkur verði falið að halda mótið 2019 verður það í annað sinn sem mótið verður haldið á Selfossi, en það var fyrst haldið þar árið 2012.
Gera má ráð fyrir að niðurstaða stjórnar UMFÍ um væntanlegan mótsstað verði tilkynnt á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi í sumar.