3. flokkur karla lék gegn Gróttu á heimavelli í gærkvöldi. Selfyssingar náðu sér ekki á strik og sigraði Grótta leikinn nokkuð sannfærandi. Slakur sóknarleikur gerði liðinu afar erfitt fyrir að þessu sinni.
Leikurinn var jafn fyrstu mínútrnar og staðan 2-3 eftir rúmar 10 mínútur. Selfyssingar höfðu verið að standa vörnina vel 6 á móti 6. Kemur þá kafli slæmur kafli og 9 mínútum síðar leiðir Grótta 3-9. Á þeim kafla hafði Selfoss annað hvort verið leikmanni færri og tapað illa, eða manni fleiri og einnig tapað. Selfysinngar réttu sinn hlut aðeins fyrir hlé og Grótta 9-13 yfir í hálfleik.
Í síðari hálfleik náði Selfoss aldrei að búa til spennandi leik. Nokkrir möguleikar voru til að búa til spennu en bitlaus sóknarleikur og klaufa mistök urðu liðinu alltaf að falli. Lokatölur urðu 17-27 sigur Gróttu.
Strákarnir stóðu vörnina vel framan af þegar þeir fengu að spila 6 á móti 6. Til að mynda koma bara 7 mörk Gróttu manna af 13 úr sóknarleik 6 á móti 6. Hin koma þegar annað liðið er leikmanni fleiri og einnig eftir hraðaupphlaup. Selfyssingar glötuðu alls 19 boltum í leiknum og er erfitt að ætla að fá mikið út úr leik með svo mörg tæknimistök. Enn vantar upp á í sóknarleiknum og verður það að vera verkefni næstu vikna að bæta hann.