Kristrún Selfoss-ÍBV
Stelpurnar töpuðu með fjórum mörkum í botnslag Olísdeildarinnar gegn Stjörnunni í TM-höllinni í kvöld, 25-21.
Leikurinn var jafn framan af en þá tóku Stjörnustelpur við sér og breyttu stöðunni í 9-5. Selfoss náði að minnka muninn í tvö mörk í kjölfarið en Stjarnan jók forskotið aftur og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10.
Stjarnan hafði frumkvæðið í seinni hálfleik og leiddi með tveimur mörkum lengst af. Undir lok leiks kláraði Stjarnan leikinn með því að skora fjögur mörk í röð og unnu á endanum, 25-21.
Eftir leikinn vermir Selfoss botnsætið með 3 stig.
Mörk Selfoss: Kristrún Steinþórsdóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4/2, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2/1, Sarah Boye Sörensen 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 6 (19%).
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.isog Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Næsta verkefni hjá stelpunum er gegn HK í Hleðsluhöllinni sunnudaginn 18. nóvember kl 18:00. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við stelpurnar okkar!
____________________________________
Mynd: Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst í kvöld með 6 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE