Selfoss-2 lék gegn Haukum-2 á dögunum í 3. flokki karla. Haukarnir byrjuðu betur og unnu 24-22 sigur eftir að Selfyssingar hafi spilað mjög vel eftir því sem á leið. Selfyssingar voru smá sund í gang og komust heimamenn í Haukum snemma 4 mörkum yfir. Selfoss minnkaði þann mun niður í eitt mark en aftur tóku Haukar skorpu undir lok fyrri hálfleiks og staðan 15-11 í hálfleik.
Í síðari hálfleik léku Selfyssingar mun betur. Þeir þéttu vörnina vel og kom það þeim í hörkuleik. Leikmenn fóru að færa betur í vörninni sem og að vinna betur saman. Selfoss jafnaði í 17-17 og voru þá við það að komast yfir en Haukar fóru í 19-17. Það sem eftir var leiks voru Selfyssingar alveg við það að ná að jafna en í síðsutu sókn sinni náðu Haukar að skora eftir 80 sekúndna sókn og komast í 24-22. Selfoss fór í sókn en of skammt var til leiksloka til að jafna og urðu þetta lokatölurnar.
Gaman var að sjá bætingu liðsins eftir því sem leið á leikinn, bæði í sókn og vörn. Liðið bætti alla þætti leiksins og ef ekki hefði verið fyrir slæma byrjun hefði Selfoss liðið náð sigri í þessum leik. Leikurinn er jákvæður fyrir liðið og eitthvað til að byggja á fyrir næstu leiki.