Sterkt Íslandsmót í júdó
Íslandsbmótið í júdó var haldið laugardaginn 24. mars síðastliðinn í Laugardalshöllinni. Mjög góð þátttaka var í mótinu og fjöldi áhorfenda. Sex keppendur voru frá júdódeild Umf. Selfossi. Þór Davíðsson, Eyþór Óskarsson og Trostan Gunnarsson kepptu í -90kg flokki og Egill Blöndal, Árni Þór Þorsteinsson og Sævar Ingi Rúnarsson í -81kg flokki. Auk þess kepptu Þór Davíðsson og Egill Blöndal í opnum flokki. Þeir Þór og Egill vöktu verðskuldaða athygli fyrir árangur sinn og náði Þór bronsinu í sínum þyngdarflokki -90kg og opnum flokki. Egill Blöndal náði bronsi í -81kg flokki.
Þór gekk mjög vel og var búinn að sigra Sigurpál Albertsson UMFG, Rafal Barnowski JDÁ og Eyþór Óskarsson UMFS, af miklu öryggi, þegar hann tapaði óvænt vigureign sinni við Steinar Valsson KA. Þór var búinn að sýna að hann var sá sterkari í vikureigninni, en þetta tap gegn Steinari kostaði Þór það að Steinar keppti um gullið við Þorvald Blöndal, en Þorvaldur vann Steinar nokkuð auðveldlega. Aðdáendur Þórs voru frekar svekktir yfir þessu, en það kemur annað tækifæri seinna.
Egill Blöndal var einn af stjörnum mótsins og vakti mikla athygli fyrir frábæra framistöðu. Hann er aðeins 15 ára og var að keppa við sterkustu júdómenn landsins. Egill byrjaði á að sigra Tomasz Cybulski JDÁ, síðan Kristján Daðason JR og að lokum Adam Þórarinsson KA, hörku bardagamann að norðan. Þetta veitti Agli rétt á að keppa um 3. sæti við við Kristján Jónsson JR, sem er einn besti júdómaður landsins, Egill tapaði þeirri glímu eftir hörku viðureign, en náði með þessum árangri bronsi í sínu þyngdarflokki. Glæsilegt hjá Agli en það að komast á verlaunapall á Íslandsmóti er mikilvægur áfangi til að ná svarta beltinu í júdó.
Í opna flokknum glímdi Þór Davíðsson við Óskar Arnþórsson JDÁ og sigraði örugglega, en tapaði síðan fyrir Sveinbirni Yura JDÁ. Egill keppti keppti einng í opna flokknum við Kristján Daðason JR og sigraði örugglega en varð að láta í minni pokan gegn Bjarna Skúlasyni JDÁ sem sigraði að lokum í opna flokknum. Um þriðja sætið í opna flokknum kepptu þeir síðan Þór Davíðsson og Egill Blöndal. Egill sýndi Þór enga virðinu og stóð sig mjög vel, en þessa viðureign vann Þór nokkuð örugglega með fullnaðar sigri á fastataki í gólfi. Eyþór Óskarsson er allur að koma til og sýndi góða takta og átti möguleika að keppa um brons sem Þór Davíðsson kom í veg fyrir með því að sigra í viðureign þeirra.
Árni Þór, Trostan og Sævar Ingi stóðu sig allir vel og eru reynslunni ríkari.