Júdó - Norðurlandamót 2016
Júdómenn frá Selfossi náðu frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fram fór í Larvik í Noregi um helgina.
Egill Blöndal vann gull í -90 kg flokki U21 þar sem hann glímdi til úrslita við félaga sinn Grím Ívarsson sem varð að láta sér lynda silfrið í þetta sinn en hann var ríkjandi Norðurlandameistari. Þriðji Selfyssingurinn, Úlfur Þór Böðvarsson, krækti í bronsverðlaun í flokknum þannig að Selfyssingar hirtu öll verðlaun í þessum flokki.
Úlfur bætti um betur og varð Norðurlandameistari U18 í -90 kg flokki og Egill vann einnig bronsverðlaun í fullorðinsflokki í -90 kg.
Frábær árangur hjá Selfyssingum sem kræktu í fjögur af sex verðlaunum íslenskra keppenda yngri en 21 árs á mótinu.
---
F.v. Grímur, Egill og Úlfur eftir skemmtilega keppni í U21.