Katla Björg
Stelpurnar áttu síðari leik tvíhöfðans í Hleðsluhöllinni í kvöld. Þar unnu þær frískt lið ÍR í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni, 24-22.
Selfyssingar náðu snemma frumkvæðinu í leiknum þó munurinn hafi ekki verið mikill. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem munurinn fór í fyrsta sinn yfir þrjú mörk, ÍR náði þó marki til baka og staðan í hálfleik 13-11.
Seinni hálfleikur var meira af því sama, Selfoss hélt frumkvæðinu án þess þó að hrista gestina af sér. Þær héldu haus allt til leiksloka og sigur niðurstaðan, 24-22.
Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/3, Katla María Magnúsdóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Agnes Sigurðardóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Henriette Østergaard 8 (26%)
Selfoss er því áfram í 3. sæti með 24 stig. Næsti leikur hjá stelpunum er n.k. sunnudag gegn Fjölni í Dalhúsum kl 16:00. Við hvetjum alla Selfyssinga til að mæta og styðja stelpurnar okkar.
---
Katla Björg átti stórgóðan leik í kvöld og skoraði 5 mörk
Umf. Selfoss / IH