Á sunnudag kl. 14:30 spila stelpurnar í 4. flokki A-liða gegn ÍBV á heimavelli um sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins. ÍBV er með eitt af bestu liðum landsins og því verður þetta hörkuleikur. Stelpurnar þurfa á þínum stuðningi að halda til þess að ná í úrslitaleikinn.
Á sunnudag kl. 20:00 taka strákarnir í 3. flokki á móti Gróttu í Vallaskóla í undanúrslitaleiknum. Grótta er eitt af toppliðum landsins með fullt af góðum leikmönnum og landsliðsmönnum. Strákarnir okkar hafa staðið sig gríðarlega vel í vetur meðal annars vegna góðs stuðnings ykkar og biðja þeir ykkur nú um að koma einu sinni enn í Vallaskóla og hjálpa þeim alla leið.
Á þriðjudaginn (1. maí) spila stelpurnar í 4. flokki kvenna B-liða gegn Fram á útivelli kl. 11:00. Þessar stelpur hafa tekið mikilum framförum í vetur og eiga nú verðskuldað tækifæri á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það verður ekki auðvelt þar sem Fram er með frábært lið. En með góðum stuðningi þá gætu þær klárað verkefnið og komist í lokaleikinn.
Nú er um að gera að finna lausan tíma. Byrja að smala og ná að fjölmenna á þessa leiki og hjálpa þessum krökkum að gera daginn skemmtilegan með því að skapa góða stemningu, sama hvernig fer.
Áfram Selfoss